top of page

HVERNIG VINNUM VIÐ?

STEFNA G.RUN

Meginhlutverk G.RUN eru veiðar og vinnsla á bolfiski.

Markmið fyrirtækisins eru að framleiða einungis úrvals afurðir úr fiskistofnum sem nýttir eru á skynsaman og sjálfbæran hátt úr hreinu og ómenguðu hafsvæði. Við viljum vera leiðandi hvað varðar gæðastjórnun. og gæði vörunnar. Við höfum það markmið að uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina og skila vöru af umsömdum gæðum á þeim tíma sem um var samið. Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og því samfélagi sem við störfum í og leitumst við að skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa starfsmenn.

Markmiðum okkar náum við m.a. með eftirfarandi hætti:

GÆÐI
 • Við fiskveiðar og –vinnslu er rík áhersla á gæðaeftirlit. Gæða- og innra eftirlitskerfi okkar er í samræmi við aðferðafræði HACCP.

 • Beitt er aðferðum altækrar gæðastjórnunar þar sem allir starfsmenn fyrirtækisins taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum.

 • Sýni eru  tekin af hráefni fyrir vinnslu. Þar er meðhöndlun hráefnis metin. Stöðugt og nákvæmt eftirlit er með snyrtingu flaka og brugðist við samstundis sé þess þörf.

 • Húsnæði og búnaði er viðhaldið í samræmi við reglugerðir og ströngustu kröfur matvælamarkaðarins. 

 • Rík áhersla er á að afurðir sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu innihaldi ekki skaðleg efni af örverufræðilegum eða efnafræðilegum toga. 

 • Allar afurðir G.RUN eru án hverskonar aukaefna, til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum vörunnar. 

 • Starfsmenn G.RUN leggja metnað sinn í að sameina heilnæmi, ferskleika, frumleika og arðsemi við alla framleiðslu hjá fyrirtækinu.

 

UMHVERFI

 • GRUN styður opinbera yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi og starfar að öllu leyti innan ramma íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskistofna.

 • Stöðugt er leitast við að sameina fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning, með því að bæta nýtingu hráefna, efna og orku sem notuð eru í starfseminni.

 • Fasteignum okkar og lóð er vel við haldið og umgengni til fyrirmyndar, til að sýna gott fordæmi og stuðla að góðri ásýnd byggðarinnar og vellíðan starfsfólks og íbúa. 

 

STARFSFÓLK

 • Við leggjum áherslu á jöfn tækifæri, óháð kyni, aldri eða þjóðerni.

 • Boðið er upp á breytilegan vinnutíma og almennt ekki unnið lengur en 8 tíma á sólarhring þar sem því er við komið, sem er einkum í landvinnslu og netagerð. 

 • Þegar áhugaverð störf losna er fyrst leitað innan starfsmannahópsins og starfsmönnum þannig gefið tækifæri til að skipta um starf og þróa sig í starfi.

 

Framkvæmdarstjóri G.RUN sér til þess að allir starfsmenn fyrirtækisins þekki og skilji stefnu fyrirtækisins og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu.

Veiðistjórnun
VEIÐISTJÓRNUN

G.RUN starfar innan ramma löggjafar um íslenska fiskveiðistjórnun. Markviss fiskveiðistjórnun er forsenda þess að hægt sé að nýta fiskistofnana með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Á Íslandi hefur verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar sem fela í sér viðhald fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins. Stjórnun fiskveiða á Íslandi byggist í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Þetta eru þær meginstoðir íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem ætlað er að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald auðlinda hafsins til framtíðar.

Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórnun fiskveiða og hefur eftirlit með öllum þáttum fiskveiða. Sjá hér.

G.RUN styður við yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar, sem sett hefur verið fram af aðilum tengdum íslenskum sjávarútvegi, sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Fiskifélagi Íslands. Yfirlýsingin er liður í því að koma á framfæri upplýsingum um íslenskan sjávarútveg og hvernig staðið er að stjórnun fiskveiða með það að markmiði að tryggja ábyrgar fiskveiðar og umgengni um vistkerfi hafsins umhverfis Ísland. Yfirlýsingin er ætluð öllum þeim sem er umhugað um ástand fiskistofna og ábyrgar fiskveiðar, sér í lagi þeim fjölmörgu aðilum sem kaupa og neyta íslenskra sjávarafurða. Yfirlýsinguna má nálgast hér.

GÆÐASTJÓRNUN

Gæðastjórnun okkar byggist á aðferðafræði HACCP (Hazard Analysis Critical Control Points) og miðar að því að hámarka öryggi og gæði þeirra afurða sem við framleiðum. Með notkun HACCP fæst auk þess betri nýting hráefna, bætt yfirsýn og skjótari viðbrögð við vandamálum sem kunna að koma upp. Innra eftirlit með HACCP aðferðinni auðveldar einnig samskipti við stjórnvöld og eftirlitsaðila með vinnslunni sem aftur leiðir til aukins trausts.

Gæðastefnu G.RUN má lesa hér.

HACCP gæðastjórnunarkerfið byggist á sjö grundvallarreglum, sem eru í aðalatriðum:
 1. Líklegir áhættuþættir greindir á öllum stigum framleiðslunnar. Líkurnar á að hætta geti skapast metin og fyrirbyggjandi ráðstafanir ákveðnar.

 2. Ákveðnir þeir staðir, aðferðir og/eða verkþættir í framleiðslunni sem þarf að stjórna til að útiloka eða lágmarka áhættu. 

 3. Hættumörk skilgreind til að tryggja stjórn á mikilvægum eftirlitsatriðum. 

 4. Komið á innra eftirlitskerfi með skipulögðum mælingum til að sannprófa að mikilvæg eftirlitsatriði séu undir stjórn. 

 5. Úrbætur ákveðnar og komið til framkvæmda ef eftirlit/vöktun leiðir í ljós að tiltekið eftirlitsatriði er ekki undir stjórn. 

 6. Ákveðnar aðferðir til sannprófunar, s.s. viðbótarmælingar og rannsóknir, sem staðfesta að eftirlitið sé virkt.

 7. Útbúnar skriflegar verklagsreglur og komið á skráningu í samræmi við grunnreglur HACCP til að tryggja innleiðingu gæðastjórnunarkerfisins. 

EFTIRLIT

Til viðbótar við innra gæðaeftirlitskerfi G.RUN fer fram reglulegt eftirlit opinberra aðila á starfseminni. Matvælastofnun (MAST) annast eftirlit með að meðferð, framleiðsla og dreifing fisks og sjávarafurða sé samkvæmt ákvæðum laga og reglna. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með að íslensk stjórnvöld fylgi eftir að unnið sé samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins varðandi framleiðslu og meðferð sjávarafurða.

Auk þess fáum við reglulega heimsóknir frá viðskiptavinum okkar sem fylgjast grannt með að starfsemin uppfylli ströngustu kröfur. Við tökum með ánægju á móti núverandi og verðandi viðskiptavinum sem vilja heimsækja okkur og skoða starfsemi okkar.

Gæðastjórnun

VOTTUN

Vottunarstofan Tún hefur vottað að Guðmundur Runólfsson hf uppfyllir rekjanleikakröfur Marine Stewardship Council, við vinnslu, geymslu og viðskipti með fisk úr stofnum sem hafa sjálfbærnivottun MSC. Fyrirtækið hefur nú (mars 2013; sjá uppfærslur á www.msc.org og vísun hér fyrir neðan) heimild til að vinna og versla með slægðan fisk, flök, marning og bita úr íslenskum þorski og ýsu, sem veidd eru af skráðum skipum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Afurðirnar eru seldar ýmist kældar eða frosnar og boðnar í blokkum, öskjum eða stórum kerjum.

MSC skráningarnúmer fyrirtækisins er C-TUN-1035 og uppfærð gögn um umfang vottunarinnar má sækja í framleiðendaskrá á vef MSC (sjá hér).

toflur-02.png

MSC er vottunarferli fyfir fiskveiðar á heimsvísu og umhverfismerki fyrir sjávarfang sem stular að sjálfbærum fiskveiðum. Um 12% af villtu sjávarfangi sem aflað er í heiminum er nú vottað eða í fullgildu vottunarferli, auk 5% sem eru á forstigi vottunar (febrúar 2013).

Vottun
bottom of page