top of page

HVAÐ BJÓÐUM VIÐ?

VÖRURNAR

G.RUN hefur það markmið að framleiða bolfiskafurðir í hæsta gæðaflokki. Uppistaðan í veiðum okkar og vinnslu eru þorskur, ýsa og karfi. Mestur hluti framleiðslunnar eru freðfiskafurðir sem pakkað er í blokkir, en einnig framleiðum við ferskan fisk og sendum með flugi, einkum ýsu og þorsk. Einnig seljum við fiskmarning af þessum fisktegundum sem notaður er til frekari framleiðslu á hinum ýmsum afurðum. Vörusamsetningin hefur ekki breyst mikið síðustu árin enda hefur fyrirtækið náð góðum árangri og sérhæfingu í veiðum og vinnslu þessara afurða. 

 

Allar afurðir okkar eru unnar í fiskvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði, sem er búin framleiðslutækni af bestu gerð. Í fiskvinnslunni er að langmestu leyti um vinnslu á eigin afla að ræða. Með því að stjórna sjálf vinnsluferlinu frá því fiskurinn kemur úr sjó þar til honum hefur verið pakkað í umbúðir getum við hámarkað gæði afurðanna. Stuttar veiðiferðir, stuttur togtími, gott ástand veiðafæra og það að fiskurinn er alltaf vel frá genginn og kældur, stuðlar að auknum gæðum afurðanna. Þegar komið er að landi er fiskinum landað inn í hús þar sem hann er settur í kælir þar til hann er hausaður, flakakaður og snyrtur fyrir pakkningu.

Allur fiskur sem G.RUN framleiðir er veiddur villtur í hafinu við Ísland. Til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum þeirra afurða sem við framleiðum innihalda afurðir frá okkur engin viðbætt aukefni. Yfirlýsingu fyrirtækisins um notkun aukefna má lesa hér.

 

Afurðir okkar eru fluttar út til viðskiptavina í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem þeim er dreift áfram til verslana, veitingahúsa eða til frekari vinnslu. Stærð og gerð pakkninga fer eftir óskum viðskiptavina okkar.

Lestu meira um vörurnar okkar í eftirfarandi vörulýsingum.

Afurðir okkar eru fluttar út til viðskiptavina í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem þeim er dreift áfram til verslana, veitingahúsa eða til frekari vinnslu. Stærð og gerð pakkninga fer eftir óskum viðskiptavina okkar.

Lestu meira um vörurnar okkar í eftirfarandi vörulýsingum.

Gullkarfi (Sebastes marinus)

Ýsa (Melanogrammus aeglefinus)

Þorskur (Gadus morhua)

Ufsi (pollachius)

UPPRUNI

Allur fiskur sem er veiddur og/eða unninn af fyrirtækinu kemur úr hafinu umhverfis Ísland. Veiðisvæði okkar er fyrst og fremst við vesturströnd landsins, frá Reykjanesskaga í suðri að Vestfjörðum í norðri, um 30-100 sjómílur frá landi. Þar veiðum við allar okkar tegundir, karfa, þorsk og ýsu. 

Sérstakt merki um ábyrgar fiskveiðar (sjá til hægri) gefur til kynna að afurðir okkar eru úr fiski sem veiddur er með ábyrgum hætti á íslensku hafsvæði sem fellur undir íslenska fiskveiðistjórnun. Ákveðið hefur verið að upprunamerkið megi nota á allar fiskafurðir sem veiddar eru í íslensku hafsvæði. Nánari upplýsingar um upprunamerkið má nálgast á vef fisheries.is hér.

G.RUN styður yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi, sem gefin hefur verið út af sjávarútvegsráðuneytinu, Hafrannsóknarstofnuninni, Fiskistofu og Fiskifélagi Íslands. Nánar má lesa um fiskveiðistjórnun og yfirlýsinguna um ábyrgar fiskveiðar hér. 

Uppruni
ENGIN AUKAEFNI

Til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum þeirra afurða sem við framleiðum, hefur stjórn G.RUN ákveðið að afurðir sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu skuli ekki innihalda nein viðbætt aukefni. Ákvörðunin nær til allra aukefna, þar á meðal eins og þau eru skilgreind í reglugerð um aukefni í matvælum nr. 285/2002 og viðauka II reglugerðarinnar.  Aukefni eru efni sem aukið er í matvæli til þess að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla, s.s. efni til rotvarna, bindiefni og/eða umfangsaukandi efni. 

Fyrirtækið stundar veiðar og vinnslu á fiskafurðum. Aðallega er um að ræða framleiðslu á freðfiskafurðum en einnig ferskum fiski til útflutnings, að langmestu leyti með vinnslu á eigin afla.

Stjórn fyrirtækisins ábyrgist að engum aukefnum hefur verið bætt í afurðir sem unnar eru hjá og seldar frá fyrirtækinu. Skilgreindar hafa verið verklagsreglur sem eiga að tryggja framfylgd þessarar ákvörðunar, bæði við innkaup og vinnslu afurða. Verklagsreglurnar eru hluti af gæðahandbók fyrirtækisins og innra eftirlit gæðastjórnunar tryggir framfylgd viðkomandi verklagsreglna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins veitir þeim sem áhuga hafa fúslega nánari upplýsingar um fyrirkomulag verklags sem þessu tengist og framfylgd þess. Hér geturðu lesið meira um gæðastjórnun hjá G.RUN.

Í tengslum við ofangreint hefur G.RUN látið útbúa umbúðamerki sem dregur fram þá eiginleika að um náttúrulega afurð er að ræða, úr villtum fiskistofnum og sem inniheldur engin viðbætt aukefni.

Yfirlýsinguna má nálgast á pdf formi hér.

HEILNÆMI OG GÆÐI

Fiskur er bragðgóður og næringarríkur matur. Fiskur inniheldur mörg mikilvæg næringarefni og prótein auk þess sem hann inniheldur almennt litla fitu. Fitan í fiski er auk þess rík af Omega-3 fitusýrum, sem sýnt hefur verið fram á að hafi margskonar jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Almennt ráðleggja næringarfræðingar að fiskur sé hafður á borðum 2-3svar í viku. 

Rannsóknir hafa sýnt að íslensk fiskimið eru með þeim hreinustu í heimi og íslenskar sjávarafurðir eru heilsusamlegar og næringarríkar. Mengun hafsins á sér engin landamæri, en sú staðreynd að Ísland er fámennt land fjarri helstu iðnaðarþjóðum gerir að verkum að hreinleiki fiskimiðanna við landið er með því mesta sem gerist. Vöktun á óæskilegum efnum í íslenskum sjávarafurðum, sem unnin var af MATIS, sýnir að magn mengandi efna í íslensku sjávarfangi er mjög lágt og almennt langt undir mörkum Evrópusambandsins.

Við vinnslu fiskafurða hjá G.RUN er aðeins notað hágæða hreint neysluvatn. Vatnið sem við notum kemur frá vatnsöflunarsvæði Grundfirðinga við Grundarbotna, þar sem því er dælt úr jörðu um borholur. Reglubundið eftirlit hefur sýnt að um mjög gott vatn er að ræða.

ÍSGEM gagnagrunnurinn hefur að geyma eftirfarandi upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði og sem framleidd eru á Íslandi, þar á meðal eftirfarandi upplýsingar fyrir karfa, ýsu og þorsk.

Heilnæmi og gæði
Notkun aukaefna
bottom of page